Vara kjósendur við tómlæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 08:00 Dyggir stuðningsmenn flokks Repúblikana verða að vara sig á tómlætinu, ef marka má orð frambjóðenda. Hér má sjá nokkra slíka stuðningsmenn sem sóttu Value Voters-fundinn í höfuðborginni Washington í gær. Vísir/AP Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira