Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2018 06:37 Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Vísir/getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52