Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 22:02 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh. Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh.
Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52