Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2018 10:35 Ferðamenn sem koma til Íslands virðast viðkæmir fyrir verðbreytingum. vísir/ernir Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30