Biðlistar eftir biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 16:40 Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt. Aðsend mynd Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent