Varar Íran við „helvíti“ af hendi Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2018 11:12 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Vísir/getty Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, varaði ráðamenn í Íran við því að skaði þeir Bandaríkin, þegna þeirra eða bandamenn muni það hafa hörmulegar afleiðingar. Bolton sagði að Íranir myndu eiga von á því að „bíða helvíti“, ógni þeir Bandaríkjunum á umræddan hátt. Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar sakaði forsetinn Íran um að stuðla að „ringulreið, dauða og eyðileggingu“ í Miðausturlöndum. Bolton hélt sjálfur ræðu á ráðstefnu um málefni Íran sem haldin var í New York í gær. Ráðstefnan var haldin undir neikvæðum formerkjum í garð landsins, að því er fram kemur í frétt BBC um málið. „Skilaboð mín í dag eru skýr: Við erum að fylgjast með, og við munum leita ykkur uppi,“ sagði Bolton m.a. í ræðu sinni og beindi orðum sínum að yfirvöldum í Íran. Forseti Íran, Hassan Rouhani, svaraði Trump um hæl í gær og sakaði Bandaríkjastjórn um fjandskap í garð Írana. Þar vísaði hann sérstaklega til kjarnorkusamkomulagsins, sem innsiglað var í tíð Obama, og Trump rifti fyrir nokkru síðan. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57 Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra. 24. september 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, varaði ráðamenn í Íran við því að skaði þeir Bandaríkin, þegna þeirra eða bandamenn muni það hafa hörmulegar afleiðingar. Bolton sagði að Íranir myndu eiga von á því að „bíða helvíti“, ógni þeir Bandaríkjunum á umræddan hátt. Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar sakaði forsetinn Íran um að stuðla að „ringulreið, dauða og eyðileggingu“ í Miðausturlöndum. Bolton hélt sjálfur ræðu á ráðstefnu um málefni Íran sem haldin var í New York í gær. Ráðstefnan var haldin undir neikvæðum formerkjum í garð landsins, að því er fram kemur í frétt BBC um málið. „Skilaboð mín í dag eru skýr: Við erum að fylgjast með, og við munum leita ykkur uppi,“ sagði Bolton m.a. í ræðu sinni og beindi orðum sínum að yfirvöldum í Íran. Forseti Íran, Hassan Rouhani, svaraði Trump um hæl í gær og sakaði Bandaríkjastjórn um fjandskap í garð Írana. Þar vísaði hann sérstaklega til kjarnorkusamkomulagsins, sem innsiglað var í tíð Obama, og Trump rifti fyrir nokkru síðan.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57 Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra. 24. september 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04
Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57
Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra. 24. september 2018 07:30