„Þeir hlógu ekki að mér, þeir hlógu með mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 22:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það „falskar fréttir“ að þjóðarleiðtogar hafi hlegið að honum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þess í stað hafi þeir hlegið með honum. Þegar Trump hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði náð meiri árangri en nánast allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna hefðu náð, brast út hlátur í salnum. „Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum „Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA. "They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m — POLITICO (@politico) September 26, 2018 Trump fór víða um á blaðamannafundinum og sagði meðal annars að ef hann hefði ekki verið kosinn væru Bandaríkin nú í stríði við Norður-Kóreu og að hann hefði neitað að hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en Bandaríkin og Kanada eiga í viðskiptadeilum. „Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump. Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Trump ræddi einnig um ásakanirnar gegn Brett Kavanaugh, sem hann hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað um kynferðisbrot á árum áður. Trump sagði aftur að allar ásakanirnar væru „svikamylla“ sem runnin væri undan rifjum Demókrataflokksins.Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnarHann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis. „Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5 — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Eins og AP fréttaveitan bendir á stigu minnst tólf konur fram í kosningabaráttunni 2016 og sökuðu Trump um kynferðisbrot. Þá var opinberað myndband frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að geta kysst kvenur og gripið í kynfæri þeirra án samþykkis þeirra vegna þess að hann væri frægur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það „falskar fréttir“ að þjóðarleiðtogar hafi hlegið að honum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þess í stað hafi þeir hlegið með honum. Þegar Trump hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði náð meiri árangri en nánast allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna hefðu náð, brast út hlátur í salnum. „Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum „Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA. "They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m — POLITICO (@politico) September 26, 2018 Trump fór víða um á blaðamannafundinum og sagði meðal annars að ef hann hefði ekki verið kosinn væru Bandaríkin nú í stríði við Norður-Kóreu og að hann hefði neitað að hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en Bandaríkin og Kanada eiga í viðskiptadeilum. „Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump. Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Trump ræddi einnig um ásakanirnar gegn Brett Kavanaugh, sem hann hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað um kynferðisbrot á árum áður. Trump sagði aftur að allar ásakanirnar væru „svikamylla“ sem runnin væri undan rifjum Demókrataflokksins.Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnarHann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis. „Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5 — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Eins og AP fréttaveitan bendir á stigu minnst tólf konur fram í kosningabaráttunni 2016 og sökuðu Trump um kynferðisbrot. Þá var opinberað myndband frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að geta kysst kvenur og gripið í kynfæri þeirra án samþykkis þeirra vegna þess að hann væri frægur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49