Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:15 Flórens, séð úr geimnum. Mynd/ESA Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43