Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 10:35 Mennirnir tveir hafa verið nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Vísir/AP Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018 Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24