Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2018 14:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. vísir/anton brink Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi. WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi.
WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11
Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30
Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30