Erlent

Fasteignaverð á Bretlandi gæti lækkað um þriðjung eftir Brexit

Kjartan Kjartansson skrifar
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands.
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands. Vísir/EPA
Seðlabankastjóri Bretlands varar við því að fasteignaverð þar í landi gæti lækkað um allt að þriðjung og fasteignalán stórhækkað ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um hvernig samskiptum þeirra verður háttað.

Viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um samning hafa gengið illa. Sumir áhrifamenn í Íhaldsflokki Theresu May forsætisráðherra hafa talað fyrir því að gera engan samning frekar en að gefa eftir í viðræðunum. Bretar ganga úr sambandinu í lok mars.

Nú segir Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, að án samnings fari breski fasteignamarkaðurinn í bál og brand eftir útgönguna. Fasteignaverð gæti lækkað um 35%. Áhrif Brexit án samnings á efnahag Bretlands gætu jafnast á við efnahagshrunið árið 2008. Þá gæti pundið fallið og hækkað verðbólgu og stýrivexti.

Carney segir þó að ef áætlun May forsætisráðherra um Brexit-samning nái fram að ganga muni efnahagur landsins verða betri en núverandi spá bankans gerir ráð fyrir, að því er segir í frétt Reuters.


Tengdar fréttir

Brexit án samnings „enginn heimsendir“

Forsætisráðherra Bretlands gerir lítið úr skýrslu eigin fjármálaráðuneytis um skaðleg efnahagsleg áhrif Brexit án samnings við ESB.

Kveðst mjög mótfallinn Brexit-áætlun Theresu May

Aðalsamningamaður ESB í málefnum Brexit segir að hugmyndir Theresu May um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB eftir útgöngu myndu fela í sér endalok hins innri markaðar.

Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May

Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Ther­esu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×