Vestmannaeyjabær höfðar mál gegn Landsbankanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 14:57 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti í dag að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum vegna þess sem bærinn kallar „greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja.“ Í tilkynningu frá bæjarráðinu eru sjónarmið Vestmannaeyjabæjar rakin og segir þar við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 hafi Landsbankinn greitt stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé í sjóðnum. „Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um 10% og 5% hlut í Sparisjóðnum höfðu efasemdir um verðmatið og þrátt fyrir mótmæli Landsbankans féllust dómstólar á beiðni þessara tveggja stofnfjáreigenda um að dómkveðja tvo matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins,“ segir í tilkynningu frá bæjarráðinu og bætt við að matsmennirnir hafi verið endurskoðandinn Árni Tómasson og Ásgeir Jónsson hagfræðingur.Sjá einnig: Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni „Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 483 m.kr. eða 151 m.kr. (45%) hærri fjárhæð heldur en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna,“ segir í tilkynningunni. Þegar matsgerðin lá fyrir var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í Sparisjóðnum, en því hafi Landsbankinn nú hafnað. „Vestmannaeyjabær harmar þessa afstöðu ríkisbankans Landsbankans og hefur ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá réttmætt endurgjald fyrir stofnfjárhluti sína. Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki.“ Dómsmál Tengdar fréttir Sparisjóður Vestmannaeyja rennur saman við Landsbankann Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. 29. mars 2015 16:40 Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni 27. júlí 2017 09:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti í dag að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum vegna þess sem bærinn kallar „greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja.“ Í tilkynningu frá bæjarráðinu eru sjónarmið Vestmannaeyjabæjar rakin og segir þar við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 hafi Landsbankinn greitt stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé í sjóðnum. „Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um 10% og 5% hlut í Sparisjóðnum höfðu efasemdir um verðmatið og þrátt fyrir mótmæli Landsbankans féllust dómstólar á beiðni þessara tveggja stofnfjáreigenda um að dómkveðja tvo matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins,“ segir í tilkynningu frá bæjarráðinu og bætt við að matsmennirnir hafi verið endurskoðandinn Árni Tómasson og Ásgeir Jónsson hagfræðingur.Sjá einnig: Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni „Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 483 m.kr. eða 151 m.kr. (45%) hærri fjárhæð heldur en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna,“ segir í tilkynningunni. Þegar matsgerðin lá fyrir var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í Sparisjóðnum, en því hafi Landsbankinn nú hafnað. „Vestmannaeyjabær harmar þessa afstöðu ríkisbankans Landsbankans og hefur ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá réttmætt endurgjald fyrir stofnfjárhluti sína. Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki.“
Dómsmál Tengdar fréttir Sparisjóður Vestmannaeyja rennur saman við Landsbankann Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. 29. mars 2015 16:40 Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni 27. júlí 2017 09:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Sparisjóður Vestmannaeyja rennur saman við Landsbankann Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. 29. mars 2015 16:40