Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2018 18:10 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11
Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02