Khan kallar eftir kosningu um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 20:13 Sadiq Khan, borgarstjóri London. Vísir/EPA Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019. Brexit Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019.
Brexit Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira