Krefjast endurskoðunar á skerðingum Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Fréttablaðið/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Sjá meira
Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00