Krefjast endurskoðunar á skerðingum Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Fréttablaðið/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00