Uppgjör eftir Singapúr: Snilld Hamilton í tímatökunni skilaði gulli Bragi Þórðarson skrifar 18. september 2018 07:00 Hamilton fagnar sigrinum um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar. Formúla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira