Uppgjör eftir Singapúr: Snilld Hamilton í tímatökunni skilaði gulli Bragi Þórðarson skrifar 18. september 2018 07:00 Hamilton fagnar sigrinum um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar. Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira