Bjössi í World Class dró risafisk í Kanada Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2018 14:20 Það kostaði gríðarleg átök að draga þennan væna fisk um borð. Stærsti fiskur sem Bjössi hefur dregið. Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“ Stangveiði Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“
Stangveiði Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið