Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2018 06:00 Sex sinnum fleiri unglingar telja nú kannabisneyslu skaðlausa en jafnaldrar þeirra fyrir 20 árum vísir/getty Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.Engilbert Sigurðsson yfirlæknirRannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“ Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.Engilbert Sigurðsson yfirlæknirRannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“ Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira