Brady sagður hafa fengið nóg af Belichick Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2018 12:30 Samband Brady og Belichick hefur aldrei verið verra eftir því sem segir í bókinni. vísir/getty Í nýrri bók um líf þjálfara New England Patriots, Bill Belichick, er því haldið fram að leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hafi verið nálægt því að hætta hjá félaginu fyrr á árinu þar sem hann var orðinn þreyttur á kallinum. „Ef þú ert búinn að vera giftur sama pirraða einstaklingnum í 18 ár. Einstaklingi sem fer í taugarnar á þér og hrósar þér aldrei þá er ekki ólíklegt að þú viljir fá skilnað,“ segir einn heimildarmanna Ian O'Connor sem skrifar bókina. Brady hefur verið með Belichick sem þjálfara allan sinn feril og eftir átök síðasta vetur var Brady orðinn verulega þreyttur á þjálfaranum að því er segir í bókinni. „Tom veit að Bill er besti þjálfari deildarinnar en hann er búinn að fá nóg af honum. Ef Tom gæti það þá held ég að hann myndi fara,“ segir heimildarmaðurinn. Bókin kemur út eftir viku en hún er gerð án samþykkis Belichick sem kemur ekkert sérstaklega á óvart. O'Connor ræddi við 350 manns við gerð bókarinnar og allir tengjast Patriots eða Belichick. Seint í mars á þessu ári var Brady ekki enn búinn að ákveða hvort hann ætlaði að spila fyrir Belichick. „Á endanum gat hann hvorki hætt eða beðið um félagaskipti þó svo hann hafi langað til þess. Er Belichick sendi Jimmy Garoppolo til 49ers þá var nánast búið að læsa Brady inni. Ef hann hefði hætt eða farið eftir það þá hefðu orðið uppþpot hjá stuðningsmönnum Patriots,“ segir í bókinni. Búist er við að bókin muni valda nokkru fjaðrafoki og hún mun ekki gleðja Bill Belichick. NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Í nýrri bók um líf þjálfara New England Patriots, Bill Belichick, er því haldið fram að leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hafi verið nálægt því að hætta hjá félaginu fyrr á árinu þar sem hann var orðinn þreyttur á kallinum. „Ef þú ert búinn að vera giftur sama pirraða einstaklingnum í 18 ár. Einstaklingi sem fer í taugarnar á þér og hrósar þér aldrei þá er ekki ólíklegt að þú viljir fá skilnað,“ segir einn heimildarmanna Ian O'Connor sem skrifar bókina. Brady hefur verið með Belichick sem þjálfara allan sinn feril og eftir átök síðasta vetur var Brady orðinn verulega þreyttur á þjálfaranum að því er segir í bókinni. „Tom veit að Bill er besti þjálfari deildarinnar en hann er búinn að fá nóg af honum. Ef Tom gæti það þá held ég að hann myndi fara,“ segir heimildarmaðurinn. Bókin kemur út eftir viku en hún er gerð án samþykkis Belichick sem kemur ekkert sérstaklega á óvart. O'Connor ræddi við 350 manns við gerð bókarinnar og allir tengjast Patriots eða Belichick. Seint í mars á þessu ári var Brady ekki enn búinn að ákveða hvort hann ætlaði að spila fyrir Belichick. „Á endanum gat hann hvorki hætt eða beðið um félagaskipti þó svo hann hafi langað til þess. Er Belichick sendi Jimmy Garoppolo til 49ers þá var nánast búið að læsa Brady inni. Ef hann hefði hætt eða farið eftir það þá hefðu orðið uppþpot hjá stuðningsmönnum Patriots,“ segir í bókinni. Búist er við að bókin muni valda nokkru fjaðrafoki og hún mun ekki gleðja Bill Belichick.
NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira