Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 19. september 2018 22:44 Starfandi forstjóri Icelandair Group segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. VÍSIR/VILHELM Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira