Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2018 08:00 Hua Chunying, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, hafnaði ásökununum í gær. Vísir/Getty Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira