Vilja milljarða endurgreiðslur frá ríkinu vegna tolla á búvörur Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. september 2018 06:00 Gera má ráð fyrir að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á Alþingi í vetur. fréttablaðið/eyþór Fimm innflutningsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum sem þau hafa greitt í formi tolla á landbúnaðarvörur. Nema kröfurnar um þremur milljörðum króna en við bætist um milljarður vegna vaxta og dráttarvaxta. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Félags atvinnurekenda (FA), rekur málið. Hann segir að stöðugt bætist við kröfuna þar sem íslenska ríkið haldi áfram að innheimta þessi ólögmætu gjöld. Á undanförnum árum hefur Páll Rúnar þrívegis höfðað mál fyrir hönd félagsmanna í FA vegna útboðsgjalda sem ríkið lagði á þá vegna úthlutunar á tollfrjálsum innflutningskvótum búvara. Hefur ríkið þurft að endurgreiða tæpa þrjá milljarða króna vegna þeirra málaferla.Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, er lögmaður Félags atvinnurekenda.Páll Rúnar telur ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem málsóknin nú beinist gegn jafn augljóst og í fyrri málunum. Stjórnvöld innheimti umtalsverða tolla af innflutningi á landbúnaðarvörum. Tollarnir hafi þá sérstöðu í skattheimtu ríkisins að ráðherra sé heimilt að lækka þá eða fella niður. Að sögn Páls Rúnars byggir málsóknin meðal annars á því að umræddir tollar teljist skattar eins og hugtakið birtist í stjórnarskrár. „Samkvæmt stjórnarskrá getur það ekki verið val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki.“ Páll Rúnar segist að komi til þess að festar yrðu í lög valkvæðar heimildir til skatttöku yrðu lagalegar afleiðingar þær að gjaldtakan í heild sinni yrði ólögmæt. Hann vonast til þess að niðurstaða fáist í málið í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðunina sýna að kominn sé tími til að stokka kerfið upp. Fréttablaðið/EyþórÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðun innflutningsfyrirtækja innan Félags atvinnurekenda á hendur ríkinu vegna tolla á landbúnaðarvörur endurspegla að það sé kominn tími til að stokka kerfið upp. „Það er knýjandi þörf á að endurskoða landbúnaðarkerfið og það á enginn að vera hræddur við það. Það er hægt að styrkja bændur með öðrum hætti en að vernda þá með tollmúrum. Verndartollar eru gamaldags nálgun að því hvernig hægt er að byggja þetta kerfi upp. Við trúum því að opinn og frjáls markaður sé af hinu góða,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir nauðsynlegt að kerfið verði meira í þágu bænda sjálfra og neytenda en ekki einhverra milliliða. Þorgerður segist telja að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á þinginu í vetur. „Það þarf að fara í markvissari stuðning við bændur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin tekur á þessum málum.“Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/SigurjónÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það bæði ólögmætt og óskynsamlegt að framselja til ráðherra vald til ákvörðunar á gjaldtöku vegna innflutnings landbúnaðarvara. „Langtímamarkmiðið á hins vegar að vera að hætta að vernda eina atvinnugrein með tollum, enda hafa allir aðrir tollar en á búvörur verið afnumdir,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs valda tollar á búvörur neytendum tvíþættu tjóni. Annars vegar með hærra verði á innfluttum vörum og hins vegar geri þeir innlendum framleiðendum kleift að selja vörur sínar á hærra verði en ella. „Sé það yfirhöfuð réttlætanlegt að vernda innlenda framleiðslu með tollum þá verður sú framleiðsla að standa undir eftirspurn. Hér eru lagðir tollar á fjölmargar tegundir matvæla sem eru ekki einu sinni framleidd á Íslandi. Það verður að spyrja hvaða hagsmuni verið sé að vernda með því.“ Þorgerður Katrín tekur undir það sjónarmið að það sé einkennilegt að tollar séu lagðir á landbúnaðarafurðir sem ekki séu framleiddar hérlendis. „Manni finnst oft að allar glufur séu nýttar til þess að setja upp hindranir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Félag atvinnurekenda átelur vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingu á tollasamningi við ESB 4. apríl 2018 15:00 Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ 18. janúar 2018 17:41 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fimm innflutningsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum sem þau hafa greitt í formi tolla á landbúnaðarvörur. Nema kröfurnar um þremur milljörðum króna en við bætist um milljarður vegna vaxta og dráttarvaxta. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Félags atvinnurekenda (FA), rekur málið. Hann segir að stöðugt bætist við kröfuna þar sem íslenska ríkið haldi áfram að innheimta þessi ólögmætu gjöld. Á undanförnum árum hefur Páll Rúnar þrívegis höfðað mál fyrir hönd félagsmanna í FA vegna útboðsgjalda sem ríkið lagði á þá vegna úthlutunar á tollfrjálsum innflutningskvótum búvara. Hefur ríkið þurft að endurgreiða tæpa þrjá milljarða króna vegna þeirra málaferla.Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, er lögmaður Félags atvinnurekenda.Páll Rúnar telur ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem málsóknin nú beinist gegn jafn augljóst og í fyrri málunum. Stjórnvöld innheimti umtalsverða tolla af innflutningi á landbúnaðarvörum. Tollarnir hafi þá sérstöðu í skattheimtu ríkisins að ráðherra sé heimilt að lækka þá eða fella niður. Að sögn Páls Rúnars byggir málsóknin meðal annars á því að umræddir tollar teljist skattar eins og hugtakið birtist í stjórnarskrár. „Samkvæmt stjórnarskrá getur það ekki verið val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki.“ Páll Rúnar segist að komi til þess að festar yrðu í lög valkvæðar heimildir til skatttöku yrðu lagalegar afleiðingar þær að gjaldtakan í heild sinni yrði ólögmæt. Hann vonast til þess að niðurstaða fáist í málið í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðunina sýna að kominn sé tími til að stokka kerfið upp. Fréttablaðið/EyþórÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðun innflutningsfyrirtækja innan Félags atvinnurekenda á hendur ríkinu vegna tolla á landbúnaðarvörur endurspegla að það sé kominn tími til að stokka kerfið upp. „Það er knýjandi þörf á að endurskoða landbúnaðarkerfið og það á enginn að vera hræddur við það. Það er hægt að styrkja bændur með öðrum hætti en að vernda þá með tollmúrum. Verndartollar eru gamaldags nálgun að því hvernig hægt er að byggja þetta kerfi upp. Við trúum því að opinn og frjáls markaður sé af hinu góða,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir nauðsynlegt að kerfið verði meira í þágu bænda sjálfra og neytenda en ekki einhverra milliliða. Þorgerður segist telja að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á þinginu í vetur. „Það þarf að fara í markvissari stuðning við bændur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin tekur á þessum málum.“Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/SigurjónÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það bæði ólögmætt og óskynsamlegt að framselja til ráðherra vald til ákvörðunar á gjaldtöku vegna innflutnings landbúnaðarvara. „Langtímamarkmiðið á hins vegar að vera að hætta að vernda eina atvinnugrein með tollum, enda hafa allir aðrir tollar en á búvörur verið afnumdir,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs valda tollar á búvörur neytendum tvíþættu tjóni. Annars vegar með hærra verði á innfluttum vörum og hins vegar geri þeir innlendum framleiðendum kleift að selja vörur sínar á hærra verði en ella. „Sé það yfirhöfuð réttlætanlegt að vernda innlenda framleiðslu með tollum þá verður sú framleiðsla að standa undir eftirspurn. Hér eru lagðir tollar á fjölmargar tegundir matvæla sem eru ekki einu sinni framleidd á Íslandi. Það verður að spyrja hvaða hagsmuni verið sé að vernda með því.“ Þorgerður Katrín tekur undir það sjónarmið að það sé einkennilegt að tollar séu lagðir á landbúnaðarafurðir sem ekki séu framleiddar hérlendis. „Manni finnst oft að allar glufur séu nýttar til þess að setja upp hindranir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Félag atvinnurekenda átelur vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingu á tollasamningi við ESB 4. apríl 2018 15:00 Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ 18. janúar 2018 17:41 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Félag atvinnurekenda átelur vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingu á tollasamningi við ESB 4. apríl 2018 15:00
Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ 18. janúar 2018 17:41
Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02