Landsmenn eyddu tæplega 90 milljónum á dag í Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 16:05 Ófáir lögðu leið sína í Costco í Kauptúni fyrstu mánuðina eftir opnun. VÍSIR/ANTON BRINK Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00