Landsmenn eyddu tæplega 90 milljónum á dag í Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 16:05 Ófáir lögðu leið sína í Costco í Kauptúni fyrstu mánuðina eftir opnun. VÍSIR/ANTON BRINK Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Sjá meira
Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00