Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. fréttablaðið/auðunn Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent