Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. fréttablaðið/auðunn Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15