Söluhagnaður Hreggviðs 1,7 milljarðar króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital. fréttablaðið/gva Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Veritas Capital og stjórnarformanns Festar, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, eignarhaldsfélags Hreggviðs. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Eignarhaldsfélag Holdors hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Veritas Capital og stjórnarformanns Festar, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, eignarhaldsfélags Hreggviðs. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Eignarhaldsfélag Holdors hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira