Reynolds, sem skartaði oft yfirvaraskeggi, sló í gegn í sjónvarpsþáttum á borð við Gunsmoke og Dan August og svo í kvikmyndinni Deliverance frá árinu 1972.
Hann fór með hlutverk í nærri tvö hundruð kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, en á meðal þekktra kvikmynda leikarans má nefna The Longest Yard frá árinu 1974, Smokey and the Bandit frá 1977 og Boogie Nights frá árinu 2000.
Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Boogie Nights.
Reynolds lætur eftir sig einn son, Quinton.
