Segist hafa fengið rangar upplýsingar Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2018 06:00 Njáll Trausti Friðbertsson (t.v.) ásamt Birgi Ármannssyni samflokksmanni sínum. fréttablaðið/anton brink Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira