Trump stöðvar launahækkanir opinberra starfsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 21:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43