Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 15:17 Trump hefur ítrekað heitið stuðningsmönnum sínum að binda enda á meint stríð stjórnvalda gegn kolum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag nýjar og slakari reglur um útblástur frá orkuverum. Nýju reglurnar eru sagðar leiða til aukinnar losunnar gróðurhúsalofttegunda og fleiri ótímabærra dauðsfalla vegna mengunar frá kolaorkuverum. Áætlun Trump-stjórnarinnar hefur fengið nafnið „Reglan um ódýra hreina orku“. Hún kemur í staðinn fyrir hreinorkuáætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem hefði dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum og átti að vera hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum þeirra næstu árin.New York Times segir að nýju reglurnar leyfi ríkjum sem reiða sig á kol við raforkuframleiðslu að setja sér eigin reglur um losun frá kolaorkuverum. Alríkisstjórnin setur jafnframt efri mörk á hversu strangar reglurnar mega vera. Taki reglurnar gildi er gert ráð fyrir að eldri kolaorkuver sem annars hefði að líkindum verið lokað geti haldið áfram framleiðslu lengur. Afleiðingin verði aukin losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Aukin loftmengun frá orkuverunum muni einnig líklega leiða til 1.400 ótímabærra dauðsfalla til viðbótar á ári. Reglurnar eru kynntar á sama tíma og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna gefur út tölur um að nýliðinn júlímánuður hafi verið sá fertugasti og annar í röð sem er hlýrri en langtímameðaltal. Undanfarin þrjú ár eru jafnframt þau hlýjustu frá því að mælingar hófust á 19. öld. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar og loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína og sögulega sá stærsti.Reykháf kolaorkuvers í Washington-borg ber við þinghúsið. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að slakari reglur um mengun frá kolaorkuverum leiði til fleiri dauðsfalla af völdum loftmengunar.Vísir/EPAHægir á eða stöðvar samdrátt í losun Hreinorkuáætlun Obama (e. Clean Power Plan) var kynnt árið 2015. Hún tók hins vegar aldrei gildi því Hæstiréttur Bandaríkjanna frestaði gildistökunni eftir að ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum og jarðefnaeldsneytisfyrirtæki kærðu. Héldu þau því fram að Umhverfisstofnunin hefði farið út fyrir valdsvið sitt með reglunum. Reglurnar kváðu á um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Bandarísk orkuver hefðu þurft að draga úr losun sinni um 32% frá 2005 til 2030. Þær hefðu verið mikilvægasta skrefið í aðgerðum Bandaríkjanna til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Trump tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Úrsögnin tekur gildi árið 2020. Engin markmið um samdrátt í losun eru sett í áætlun Trump-ríkisstjórnarinnar nú. Hún leggur aðeins þær kvaðir á kolaorkuver að þau auki skilvirkni sína lítillega. Einstök ríki fá einnig leyfi til að slaka á reglum fyrir eldri kolaver til að halda þeim gangandi lengur. Mögulegt er að losun gróðurhúsalofttegunda gæti dregist saman um 0,7 til 1,5% með áætlun Trump, ekki vegna krafna til orkuveranna heldur aðstæðna á markaði. New York Times segir hins vegar að í ítarefni frá Umhverfisstofnuninni komi fram að líklegt sé að losunin muni aukast. Washington Post segir að reglur Trump muni að minnsta kosti hægja á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það er ekki aðeins losun gróðurhúsalofttegunda sem mun að líkindum aukast með slakari reglum. Í þeim gögnum sem EPA lagði sjálf fram kemur fram að meiri losun svifryks frá kolaorkuverum muni leiða til 470-1.400 fleiri ótímabærra dauðsfalla á ári. Í tíð Obama áætlaði EPA að strangari kröfur til orkuvera myndi leiða til 1.500-3.600 færri ótímabærra dauðsfalla á ári.Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolaiðnaðinn. Hann kynnti nýju reglurnar í dag.Vísir/GettyÓlíklegt til að snúa við hnignun kolaiðnaðarins Afnám Obama-reglnanna og tillagan um slakari losunarreglur fyrir kolaorkuver er stærsta skrefið sem Trump-stjórnin hefur stigið til þess að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar. Trump hefur áður lagt til að slaka á reglum um útblástur bifreiða og frysta kröfur um sparneytni þeirra. Sérfræðingar halda því fram að slökun á reglunum um bíla muni auka losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um það sem nemur árslosun meðalstórrar þjóðar á næstu árum. Búist er við því að Trump muni hreykja sér af nýju reglunum á kosningafundi í Vestur-Virginíu í kvöld, ríki þar sem kolavinnsla var lengi undirstöðuatvinnuvegur. Forsetinn hefur ítrekað lýst vanskilningi sínum á loftslagsvísindum og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“. Hann hefur lofað að binda enda á meint „stríð“ gegn kolum í Bandaríkjunum, meðal annars með afnámi reglna fyrir kolaorkuver og vinnslu. Kolaorkuver hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum undanfarin ár, fyrst og fremst vegna mikils uppgangs í vinnslu og nýtingu ódýrs jarðgass auk endurnýjanlegra orkugjafa eins og sólar- og vindorku sem hafa orðið ódýrari. Um tvö hundruð kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Þeir sem til þekkja segja að ólíklegt sé að tilslakanir Trump í garð kolaorku muni snúa við hnignun iðnaðarins. Þær geti í mesta lagi hægt á henni. Jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefur engu að síður fagnað nýju og vægari reglunum. Washington Post segir að nýju reglurnar spari orkuiðnaðinum um 400 milljónir dollara á ári frá því sem hefði orðið með reglum Obama. Þá er talið líklegt að nýju reglurnar endi á borði dómstóla líkt og áætlun Obama áður. Reglurnar eru nú í umsagnarferli áður en þær eiga að taka formlega gildi. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag nýjar og slakari reglur um útblástur frá orkuverum. Nýju reglurnar eru sagðar leiða til aukinnar losunnar gróðurhúsalofttegunda og fleiri ótímabærra dauðsfalla vegna mengunar frá kolaorkuverum. Áætlun Trump-stjórnarinnar hefur fengið nafnið „Reglan um ódýra hreina orku“. Hún kemur í staðinn fyrir hreinorkuáætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem hefði dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum og átti að vera hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum þeirra næstu árin.New York Times segir að nýju reglurnar leyfi ríkjum sem reiða sig á kol við raforkuframleiðslu að setja sér eigin reglur um losun frá kolaorkuverum. Alríkisstjórnin setur jafnframt efri mörk á hversu strangar reglurnar mega vera. Taki reglurnar gildi er gert ráð fyrir að eldri kolaorkuver sem annars hefði að líkindum verið lokað geti haldið áfram framleiðslu lengur. Afleiðingin verði aukin losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Aukin loftmengun frá orkuverunum muni einnig líklega leiða til 1.400 ótímabærra dauðsfalla til viðbótar á ári. Reglurnar eru kynntar á sama tíma og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna gefur út tölur um að nýliðinn júlímánuður hafi verið sá fertugasti og annar í röð sem er hlýrri en langtímameðaltal. Undanfarin þrjú ár eru jafnframt þau hlýjustu frá því að mælingar hófust á 19. öld. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar og loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína og sögulega sá stærsti.Reykháf kolaorkuvers í Washington-borg ber við þinghúsið. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að slakari reglur um mengun frá kolaorkuverum leiði til fleiri dauðsfalla af völdum loftmengunar.Vísir/EPAHægir á eða stöðvar samdrátt í losun Hreinorkuáætlun Obama (e. Clean Power Plan) var kynnt árið 2015. Hún tók hins vegar aldrei gildi því Hæstiréttur Bandaríkjanna frestaði gildistökunni eftir að ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum og jarðefnaeldsneytisfyrirtæki kærðu. Héldu þau því fram að Umhverfisstofnunin hefði farið út fyrir valdsvið sitt með reglunum. Reglurnar kváðu á um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Bandarísk orkuver hefðu þurft að draga úr losun sinni um 32% frá 2005 til 2030. Þær hefðu verið mikilvægasta skrefið í aðgerðum Bandaríkjanna til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Trump tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Úrsögnin tekur gildi árið 2020. Engin markmið um samdrátt í losun eru sett í áætlun Trump-ríkisstjórnarinnar nú. Hún leggur aðeins þær kvaðir á kolaorkuver að þau auki skilvirkni sína lítillega. Einstök ríki fá einnig leyfi til að slaka á reglum fyrir eldri kolaver til að halda þeim gangandi lengur. Mögulegt er að losun gróðurhúsalofttegunda gæti dregist saman um 0,7 til 1,5% með áætlun Trump, ekki vegna krafna til orkuveranna heldur aðstæðna á markaði. New York Times segir hins vegar að í ítarefni frá Umhverfisstofnuninni komi fram að líklegt sé að losunin muni aukast. Washington Post segir að reglur Trump muni að minnsta kosti hægja á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það er ekki aðeins losun gróðurhúsalofttegunda sem mun að líkindum aukast með slakari reglum. Í þeim gögnum sem EPA lagði sjálf fram kemur fram að meiri losun svifryks frá kolaorkuverum muni leiða til 470-1.400 fleiri ótímabærra dauðsfalla á ári. Í tíð Obama áætlaði EPA að strangari kröfur til orkuvera myndi leiða til 1.500-3.600 færri ótímabærra dauðsfalla á ári.Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolaiðnaðinn. Hann kynnti nýju reglurnar í dag.Vísir/GettyÓlíklegt til að snúa við hnignun kolaiðnaðarins Afnám Obama-reglnanna og tillagan um slakari losunarreglur fyrir kolaorkuver er stærsta skrefið sem Trump-stjórnin hefur stigið til þess að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar. Trump hefur áður lagt til að slaka á reglum um útblástur bifreiða og frysta kröfur um sparneytni þeirra. Sérfræðingar halda því fram að slökun á reglunum um bíla muni auka losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um það sem nemur árslosun meðalstórrar þjóðar á næstu árum. Búist er við því að Trump muni hreykja sér af nýju reglunum á kosningafundi í Vestur-Virginíu í kvöld, ríki þar sem kolavinnsla var lengi undirstöðuatvinnuvegur. Forsetinn hefur ítrekað lýst vanskilningi sínum á loftslagsvísindum og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“. Hann hefur lofað að binda enda á meint „stríð“ gegn kolum í Bandaríkjunum, meðal annars með afnámi reglna fyrir kolaorkuver og vinnslu. Kolaorkuver hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum undanfarin ár, fyrst og fremst vegna mikils uppgangs í vinnslu og nýtingu ódýrs jarðgass auk endurnýjanlegra orkugjafa eins og sólar- og vindorku sem hafa orðið ódýrari. Um tvö hundruð kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Þeir sem til þekkja segja að ólíklegt sé að tilslakanir Trump í garð kolaorku muni snúa við hnignun iðnaðarins. Þær geti í mesta lagi hægt á henni. Jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefur engu að síður fagnað nýju og vægari reglunum. Washington Post segir að nýju reglurnar spari orkuiðnaðinum um 400 milljónir dollara á ári frá því sem hefði orðið með reglum Obama. Þá er talið líklegt að nýju reglurnar endi á borði dómstóla líkt og áætlun Obama áður. Reglurnar eru nú í umsagnarferli áður en þær eiga að taka formlega gildi.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43