Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen. Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen.
Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01