Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 23:31 Áfengisneysla í hófi er ekki jafn holl og margir vilja meina, samkvæmt rannsókninni. Vísir/Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi. Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi.
Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira