Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fjölnir 5-3 │ Valur styrkti stöðu sína á toppnum eftir markaleik Einar Sigurvinsson á Origo-vellinum að Hlíðarenda skrifar 25. ágúst 2018 23:15 Vísir/Daníel Valsmenn eru í góðri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fjölni í kvöld. Leikurinn fór fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda og lauk með 5-3 sigri Vals. Fjölnismenn byrjuðu leikinn af krafti. Þeir pressuðu vel á Valsmenn og náðu að skapa sér þó nokkur færi í kjölfarið. Það besta fékk Guðmundur Karl Guðmundsson eftir góða sendingu inn fyrir vörn Valsmanna frá Hans Viktori, en skotið frá Guðmundi fór framhjá markinu. Alveg í blálok fyrri hálfleiks komst Valur yfir með glæsilegu marki frá Sigurði Agli Lárussyni. Boltinn hrökk þá fyrir fætur Sigurðar rétt fyrir utan teig. Hann tók boltann á lofti í fyrstu snertingu og skoraði með glæsilegu skoti upp í hornið, óverjandi fyrir Þórð í markinu. Það var aðeins eftir að þrjár mínútur höfðu verið spilaðar af síðari hálfleik sem Valsmenn bættu við öðru marki leiksins. Markið skoraði Dion Jeremy Acoff, en hann fór sjálfur í gegnum vörn Fjölnismanna áður en hann skoraði framhjá Þórði. Guðmundur Karl Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Fjölni á 57. mínútu. Aðeins tíu mínútum síðar náðu heimamenn aftur tveggja marka forystu þegar Torfa Tímoteus setti boltann í eigið net. Á lokamínútum opnuðust síðan allar flóðgáttir. Á 85. mínútu minnkaði Ægir Jarl Jónasson muninn fyrir Fjölni í 3-2 eftir að Anton Ari missti boltann úr höndum sér. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Guðjón Pétur Lýðsson heimamönnum í 4-2 með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Á 90. mínútu skoraði Patrick Pedersen fimmta mark Valsmanna. Tveimur mínútum síðar minnkaði Hans Viktor Guðmundsson muninn fyrir Fjölni eftir hornspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Ólafi Páli Snorrasyni, þjálfara Fjölnis var vísað upp í stúku fyrir kjaftbrúk skömmu seinna og var þar með hádramatískum lokamínútum lokið. Fjögur mörk og eitt rautt spjald á síðustu tíu mínútunum, en lokatölur 5-3 fyrir Val sem koma sér vel fyrir í toppsæti deildarinnar.Af hverju vann Valur? Fyrsta mark leiksins frá Sigurði Agli braut gífurlega þykkan ís fyrir Valsmenn í kvöld. Þeir voru ekki að spila sinn besta bolta í fyrri hálfleik en þökk sé glæsilegu marki Sigurðar fóru þeir marki yfir inn í hálfleikinn. Eftir að Dion bætti síðan við öðru marki Valsmanna var brekkan orðin gríðarlega brött fyrir Fjölnismenn, sem höfðu verið að spila fínan leik framan af. En tvö mörk Valsmanna á fjögurra mínútna kafla, sitt hvorum megin við hálfleikinn, kláruðu þennan leik fyrir heimamenn.Hverjir stóðu upp úr? Dion Jeremy Acoff var alltaf ógnandi þegar hann fékk boltann sem og Sigurður Egill Lárusson var einnig að leika vel á miðjunni. Mörkin þeirra tveggja voru einnig gífurlega mikilvæg.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnismanna var ekki upp á marga fiska í kvöld, en fékk liðið á sig fimm mörk. Þess á milli var liðið þó að spila vel og fengu Valsmenn fá marktækifæri fyrir utan þau fimm sem liðið nýtti. Sama má segja um vörn Valsmanna en þetta var í fyrsti deildarleikurinn sem liðið fær á sig fleiri en tvö mörk.Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag verður sannkallaður stórleikur þegar Valur og Stjarnan mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ. Fjölnismenn fá aðeins lengri tíma til að undirbúa sig en þeirra næsti leikur er einnig gegn Stjörnunni, sunnudaginn 2. september. Ólafur Páll: Það er munur á að vera Óli eða ÓliÓlafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnisvísir/bára„Við fáum á okkur eitthvað draumamark eftir að hafa verið með yfiröndina í 35 til 40 mínútur í fyrri hálfleik. Það var ákveðið högg rétt fyrir hálfleikinn því við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik,“ Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis eftir 5-3 tap sinna manna gegn Val í kvöld. „Við sýndum karakter þegar við komum til baka eftir annað markið í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, nánast að öllu leiti í þessum leik, en Valsmenn bara refsuðu okkur þegar við gerðum mistök.“ Annað mark Valsmanna kom snemma í seinni hálfleik, að því er virtist eftir vegna einbeitingarleysis í vörn Fjölnismanna. „Þetta hefur gerst nokkrum sinnum í sumar, að við erum að fá á okkur klaufaleg mörk, mögulega útaf einbeitingarleysi. Þetta er ekki í fyrsta skipta sem við fáum á okkur mark í byrjun seinni hálfleiks.“ Á blálok leiksins var Ólafi vísað af velli fyrir kjaftbrúk, en hann var ósáttur með þá ákvörðun. „Ég fór aðeins of langt út fyrir boðvanginn og spurði um uppbótartímann, af hverju hann væri svona stuttur. Ég hugsa að hann hefði átt að vera lengri. Ég sagði fjórða dómaranum að standa upp og sýna smá kjark á móti Valsmönnum. Ég orðaði það kannski ekki alveg svoleiðis, en ég bað hann um að sýna hreðjar og það orsakaði þetta rauða spjald.“ Á heildina litið var Ólafur ekki ánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld. „Það er munur á að vera Óli [Jóhannesson] eða Óli [Páll Snorrason] í dag. Ég met það bara þannig. Gamli karlinn hérna fær aðeins meira heldur en ég í þessum leik,“ sagði Ólafur Páll að lokum. Ólafur Jóhannesson: Við gátum unnið stærraÓlafur Jóhannesson.vísir/Bára„Þetta voru frábær þrjú stig og að skora fimm mörk er frábært. Þrjú mörk á sig er svolítið mikið, en ég meina svona er fótboltinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna sem var að vonum ánægður með 5-3 sigur sinna manna á Fjölni í kvöld. „Við vorum að snerta boltann full oft í fyrri hálfleik og lítið tempó á okkur, en Siggi opnar leikinn með geggjuðu marki. Það breytti svolítið miklu fyrir okkur.“ Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem Valsmenn skora fleiri en fjögur mörk í leik, en á sama tíma hafði liðið ekki fengið á sig fleiri en tvö mörk. Ólafur hrósaði þó sóknarleik sinna manna. „Ég er náttúrlega ánægður með það að skora fimm mörk og klára leikinn eins og menn. Við gátum unnið stærra, en þetta er samt frábær sigur.“ Næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni, sem fylgir fast á hæla Vals í öðru sæti deildarinnar. „Nú förum við bara að undirbúa þann leik. Við förum að huga að honum á morgun, en ekki fyrr. Það verður svaka leikur,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla
Valsmenn eru í góðri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fjölni í kvöld. Leikurinn fór fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda og lauk með 5-3 sigri Vals. Fjölnismenn byrjuðu leikinn af krafti. Þeir pressuðu vel á Valsmenn og náðu að skapa sér þó nokkur færi í kjölfarið. Það besta fékk Guðmundur Karl Guðmundsson eftir góða sendingu inn fyrir vörn Valsmanna frá Hans Viktori, en skotið frá Guðmundi fór framhjá markinu. Alveg í blálok fyrri hálfleiks komst Valur yfir með glæsilegu marki frá Sigurði Agli Lárussyni. Boltinn hrökk þá fyrir fætur Sigurðar rétt fyrir utan teig. Hann tók boltann á lofti í fyrstu snertingu og skoraði með glæsilegu skoti upp í hornið, óverjandi fyrir Þórð í markinu. Það var aðeins eftir að þrjár mínútur höfðu verið spilaðar af síðari hálfleik sem Valsmenn bættu við öðru marki leiksins. Markið skoraði Dion Jeremy Acoff, en hann fór sjálfur í gegnum vörn Fjölnismanna áður en hann skoraði framhjá Þórði. Guðmundur Karl Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Fjölni á 57. mínútu. Aðeins tíu mínútum síðar náðu heimamenn aftur tveggja marka forystu þegar Torfa Tímoteus setti boltann í eigið net. Á lokamínútum opnuðust síðan allar flóðgáttir. Á 85. mínútu minnkaði Ægir Jarl Jónasson muninn fyrir Fjölni í 3-2 eftir að Anton Ari missti boltann úr höndum sér. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Guðjón Pétur Lýðsson heimamönnum í 4-2 með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Á 90. mínútu skoraði Patrick Pedersen fimmta mark Valsmanna. Tveimur mínútum síðar minnkaði Hans Viktor Guðmundsson muninn fyrir Fjölni eftir hornspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Ólafi Páli Snorrasyni, þjálfara Fjölnis var vísað upp í stúku fyrir kjaftbrúk skömmu seinna og var þar með hádramatískum lokamínútum lokið. Fjögur mörk og eitt rautt spjald á síðustu tíu mínútunum, en lokatölur 5-3 fyrir Val sem koma sér vel fyrir í toppsæti deildarinnar.Af hverju vann Valur? Fyrsta mark leiksins frá Sigurði Agli braut gífurlega þykkan ís fyrir Valsmenn í kvöld. Þeir voru ekki að spila sinn besta bolta í fyrri hálfleik en þökk sé glæsilegu marki Sigurðar fóru þeir marki yfir inn í hálfleikinn. Eftir að Dion bætti síðan við öðru marki Valsmanna var brekkan orðin gríðarlega brött fyrir Fjölnismenn, sem höfðu verið að spila fínan leik framan af. En tvö mörk Valsmanna á fjögurra mínútna kafla, sitt hvorum megin við hálfleikinn, kláruðu þennan leik fyrir heimamenn.Hverjir stóðu upp úr? Dion Jeremy Acoff var alltaf ógnandi þegar hann fékk boltann sem og Sigurður Egill Lárusson var einnig að leika vel á miðjunni. Mörkin þeirra tveggja voru einnig gífurlega mikilvæg.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnismanna var ekki upp á marga fiska í kvöld, en fékk liðið á sig fimm mörk. Þess á milli var liðið þó að spila vel og fengu Valsmenn fá marktækifæri fyrir utan þau fimm sem liðið nýtti. Sama má segja um vörn Valsmanna en þetta var í fyrsti deildarleikurinn sem liðið fær á sig fleiri en tvö mörk.Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag verður sannkallaður stórleikur þegar Valur og Stjarnan mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ. Fjölnismenn fá aðeins lengri tíma til að undirbúa sig en þeirra næsti leikur er einnig gegn Stjörnunni, sunnudaginn 2. september. Ólafur Páll: Það er munur á að vera Óli eða ÓliÓlafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnisvísir/bára„Við fáum á okkur eitthvað draumamark eftir að hafa verið með yfiröndina í 35 til 40 mínútur í fyrri hálfleik. Það var ákveðið högg rétt fyrir hálfleikinn því við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik,“ Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis eftir 5-3 tap sinna manna gegn Val í kvöld. „Við sýndum karakter þegar við komum til baka eftir annað markið í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, nánast að öllu leiti í þessum leik, en Valsmenn bara refsuðu okkur þegar við gerðum mistök.“ Annað mark Valsmanna kom snemma í seinni hálfleik, að því er virtist eftir vegna einbeitingarleysis í vörn Fjölnismanna. „Þetta hefur gerst nokkrum sinnum í sumar, að við erum að fá á okkur klaufaleg mörk, mögulega útaf einbeitingarleysi. Þetta er ekki í fyrsta skipta sem við fáum á okkur mark í byrjun seinni hálfleiks.“ Á blálok leiksins var Ólafi vísað af velli fyrir kjaftbrúk, en hann var ósáttur með þá ákvörðun. „Ég fór aðeins of langt út fyrir boðvanginn og spurði um uppbótartímann, af hverju hann væri svona stuttur. Ég hugsa að hann hefði átt að vera lengri. Ég sagði fjórða dómaranum að standa upp og sýna smá kjark á móti Valsmönnum. Ég orðaði það kannski ekki alveg svoleiðis, en ég bað hann um að sýna hreðjar og það orsakaði þetta rauða spjald.“ Á heildina litið var Ólafur ekki ánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld. „Það er munur á að vera Óli [Jóhannesson] eða Óli [Páll Snorrason] í dag. Ég met það bara þannig. Gamli karlinn hérna fær aðeins meira heldur en ég í þessum leik,“ sagði Ólafur Páll að lokum. Ólafur Jóhannesson: Við gátum unnið stærraÓlafur Jóhannesson.vísir/Bára„Þetta voru frábær þrjú stig og að skora fimm mörk er frábært. Þrjú mörk á sig er svolítið mikið, en ég meina svona er fótboltinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna sem var að vonum ánægður með 5-3 sigur sinna manna á Fjölni í kvöld. „Við vorum að snerta boltann full oft í fyrri hálfleik og lítið tempó á okkur, en Siggi opnar leikinn með geggjuðu marki. Það breytti svolítið miklu fyrir okkur.“ Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem Valsmenn skora fleiri en fjögur mörk í leik, en á sama tíma hafði liðið ekki fengið á sig fleiri en tvö mörk. Ólafur hrósaði þó sóknarleik sinna manna. „Ég er náttúrlega ánægður með það að skora fimm mörk og klára leikinn eins og menn. Við gátum unnið stærra, en þetta er samt frábær sigur.“ Næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni, sem fylgir fast á hæla Vals í öðru sæti deildarinnar. „Nú förum við bara að undirbúa þann leik. Við förum að huga að honum á morgun, en ekki fyrr. Það verður svaka leikur,“ sagði Ólafur að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti