Hamilton á ráspól eftir dramatík á Spa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:15 Hamilton í brautinni í dag áður en tók að rigna Vísir/Getty Lewis Hamilton verður á ráspól í belgíska kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni eftir dramatískan lokasprett. Rétt áður en lokakafli tímatökunnar hófst fór að hellirigna á brautinni í Spa og voru aðstæður mjög erfiðar þegar tíu bestu ökuþórarnir slógust um ráspólinn. Lewis Hamilton lenti í vandræðum í annari tilraun sinni á lokakaflanum á meðan Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í forystunni. Rétt áður en Hamilton fór af stað í sinn þriðja hring þá stytti aftur upp og urðu aðstæður mun betri. Hamilton náði því að stórbæta tíma Vettel og taka forystuna. Vettel átti eftir að klára sína síðustu tilraun en hann náði ekki hraðari hring og varð að sætta sig við þriðja sætið. „Þetta var ein erfiðasta tímataka sem ég man eftir,“ sagði Hamilton þegar tíminn var úti. „Enginn okkar var búinn að æfa sig í rigningu í vikunni svo ég get ekki einu sinni lýst því hversu erfitt þetta var.“ Finninn Raikkonen var farinn út úr bíl sínum áður en Hamilton og Vettel fóru af stað í loka hringi sína og var ekki sáttur með þá ákvörðun Ferrari teymisins. Hann endaði með sjötta hraðasta hringinn því hann náði ekki að mæla tíma eftir að stytt hafði upp. Esteban Ocon á Force India náði þriðja sætinu og liðsfélagi hans Sergio Perez tók fjórða besta tímann. Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól í belgíska kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni eftir dramatískan lokasprett. Rétt áður en lokakafli tímatökunnar hófst fór að hellirigna á brautinni í Spa og voru aðstæður mjög erfiðar þegar tíu bestu ökuþórarnir slógust um ráspólinn. Lewis Hamilton lenti í vandræðum í annari tilraun sinni á lokakaflanum á meðan Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í forystunni. Rétt áður en Hamilton fór af stað í sinn þriðja hring þá stytti aftur upp og urðu aðstæður mun betri. Hamilton náði því að stórbæta tíma Vettel og taka forystuna. Vettel átti eftir að klára sína síðustu tilraun en hann náði ekki hraðari hring og varð að sætta sig við þriðja sætið. „Þetta var ein erfiðasta tímataka sem ég man eftir,“ sagði Hamilton þegar tíminn var úti. „Enginn okkar var búinn að æfa sig í rigningu í vikunni svo ég get ekki einu sinni lýst því hversu erfitt þetta var.“ Finninn Raikkonen var farinn út úr bíl sínum áður en Hamilton og Vettel fóru af stað í loka hringi sína og var ekki sáttur með þá ákvörðun Ferrari teymisins. Hann endaði með sjötta hraðasta hringinn því hann náði ekki að mæla tíma eftir að stytt hafði upp. Esteban Ocon á Force India náði þriðja sætinu og liðsfélagi hans Sergio Perez tók fjórða besta tímann.
Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira