Minnst 30 látnir í Genúa Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og talið er að tugir séu látnir. Vísir/EPA Uppfært 15:00 Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. Einhverjir eru slasaðir og þar af minnst tveir alvarlega. Ein eldri kona slasaðist þegar eldur kom upp á heimili hennar, sem var undir brúnni. Annar varð undir braki þegar brúin hrundi á heimili hans. Ríkisstjóri Liguria, héraðsins sem Genúa er í, segist búast við því að tala látinna muni hækka verulega. Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og er búið að finna nokkra bíla sem krömdust undir braki úr brúnni og er látið fólk þar inni. Þar að auki er óttast að fólk sitji fast í brakinu. Þá féllu einhverjir bílar í á sem brúin þveraði. Fjórar akreinar voru á brúnni sem hrundi úr mikilli hæð samkvæmt ANSA. Yfirmenn sjúkraflutninga sögðu Reuters að ljóst væri að margir væru dánir.Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Vitni sagði ANSA að eldingu hefði lostið í brúna áður en hún hrundi. Um 80 metra langur kafli hrundi úr um 50 metra hæð.Berlingske hefur eftir blaðamanni í Genúa að ástandið í borginni líkist dómsdegi.Flutningabíll á brún brúarinnar.Slökkvilið Genúa #Genova #14ago 15.30, più di 200 #vigilidelfuoco al lavoro per il crollo del viadotto Morandi sulla #A10 pic.twitter.com/0fqa5YXyIE— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 #14agosto #Genova #crollo #PonteMorandi Polcevera Morandi @VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas @112_ITALIA pic.twitter.com/SHJpMngAqD— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #14agosto il video del crollo di #PonteMorandi a #Genova Polcevera Morandi@VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas pic.twitter.com/9viaWCfAcu— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #Genova #14ago 14:30, prosegue l'intervento di soccorso, 200 #vigilidelfuoco impegnati nelle operazioni pic.twitter.com/cOKLlRAnSK— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Uppfært 15:00 Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. Einhverjir eru slasaðir og þar af minnst tveir alvarlega. Ein eldri kona slasaðist þegar eldur kom upp á heimili hennar, sem var undir brúnni. Annar varð undir braki þegar brúin hrundi á heimili hans. Ríkisstjóri Liguria, héraðsins sem Genúa er í, segist búast við því að tala látinna muni hækka verulega. Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og er búið að finna nokkra bíla sem krömdust undir braki úr brúnni og er látið fólk þar inni. Þar að auki er óttast að fólk sitji fast í brakinu. Þá féllu einhverjir bílar í á sem brúin þveraði. Fjórar akreinar voru á brúnni sem hrundi úr mikilli hæð samkvæmt ANSA. Yfirmenn sjúkraflutninga sögðu Reuters að ljóst væri að margir væru dánir.Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Vitni sagði ANSA að eldingu hefði lostið í brúna áður en hún hrundi. Um 80 metra langur kafli hrundi úr um 50 metra hæð.Berlingske hefur eftir blaðamanni í Genúa að ástandið í borginni líkist dómsdegi.Flutningabíll á brún brúarinnar.Slökkvilið Genúa #Genova #14ago 15.30, più di 200 #vigilidelfuoco al lavoro per il crollo del viadotto Morandi sulla #A10 pic.twitter.com/0fqa5YXyIE— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 #14agosto #Genova #crollo #PonteMorandi Polcevera Morandi @VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas @112_ITALIA pic.twitter.com/SHJpMngAqD— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #14agosto il video del crollo di #PonteMorandi a #Genova Polcevera Morandi@VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas pic.twitter.com/9viaWCfAcu— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #Genova #14ago 14:30, prosegue l'intervento di soccorso, 200 #vigilidelfuoco impegnati nelle operazioni pic.twitter.com/cOKLlRAnSK— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira