Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 13:14 Á upptöku af símtali heyrist Trump segja Omarosu að hann hafi ekki vitað af því að Kelly starfsmannastjóri hafi ætlað að reka hana. Omarosa segist telja að Trump hafi skipað Kelly að gera það. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30