Neyðarástandi lýst yfir í Flórída vegna „Rauða flóðsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 09:04 Fiskar og önnur dýr hafa drepist í massavís og rekið á land með tilheyrandi lykt. Vísir/AP „Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
„Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira