Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 09:26 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gefur aðrar skýringar á gjörðum sínum en Hvíta húsið hefur gefið upp. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið að afturkalla öryggisheimild Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, vegna þess að hann kom nálægt Rússarannsókninni svonefndu. Forsetinn hefur verið sakaður um að svipta Brennan heimildinni til að hefna sín á honum. Tilkynnt var í gær að Brennan, sem hefur verið gagnrýninn á Trump undanfarið, hefði verið sviptur öryggisheimild sem fyrrverandi háttsettir fulltrúar í ríkisstjórnum hafa notið eftir að þeir láta af störfum. Hvíta húsið taldi til nokkrar ástæður, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Ástæðan sem Trump gaf upp í viðtali við Wall Street Journal í gær var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Hvíta húsið taldi til. „Ég kalla þetta falskar nornaveiðar, þetta er skrípaleikur. Og þetta fólk leiddi þær! Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfti að gera,“ sagði Trump.Here's a separate, more significant story out of Trump's WSJ interview: Trump said, according to WSJ, that he acted against Brennan in part because Brennan was involved in the Russia investigation. https://t.co/kP8ZZWO2oW pic.twitter.com/h7pt0Xy7RN— Daniel Dale (@ddale8) August 16, 2018 Þar virtist forsetinn vísa til fleiri einstaklinga sem blaðafulltrúi Hvíta húsið nefndi að það væri að íhuga að svipta öryggisheimild. Þar á meðal var fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Öll hafa þau verið gagnrýnin á störf forsetans. Brennan sagði í gær að afturköllun öryggisheimildarinnar kæmi ekki til með draga kraft úr gagnrýni hans á forsetann. Varaði hann hins vegar við því að hún væri hluti af stærri herferð Trump til að refsa gagnrýnendum sínum og bæla niður tjáningarfrelsi. „Það ætti að valda öllum Bandaríkjunum alvarlegum áhyggjum, þar á meðal leyniþjónustustarfsmönnum, af kostnaðinum við að tjá sig,“ tísti Brennan. Fyrrverandi embættismenn hafa alla jafna haldið öryggisheimild eftir að þeir láta af störfum til þess að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá um mál sem eru bundin trúnaði.Brennan var sviptur öryggisheimild sinni daginn eftir að hann tísti um að Trump skorti velsæmi og kurteisi eftir að forsetinn kallaði svarta fyrrverandi aðstoðarkonu sína hund.Vísir/GettyMinnir á viðtalið eftir brottrekstur Comey Yfirlýsingar Trump við Wall Street Journal nú um ástæðu þess að Brennan var sviptur heimild sinni minna um nokkuð á þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í fyrra. Opinbera ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri Comey var að hann hefði staðið illa að rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Skömmu síðar sagði Trump hins vegar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á því hvort að forsetaframboð hans hefði átt í samráði við Rússa. Brottrekstur Comey og yfirlýsing Trump í kjölfarið varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipað sérstakan rannsóknara til að stýra Rússarannsókninni, sömu rannsókn og Trump vísar nú til sem ástæðu til að snupra Brennan. Comey er einn þeirra sem Hvíta húsið segist skoða að svipta öryggisheimild. Brennan var skipaður forstjóri CIA í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hann var einn háttsettra leyniþjónustumanna sem kynnti Trump gögn um að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, rétt áður en Trump tók við embætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið að afturkalla öryggisheimild Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, vegna þess að hann kom nálægt Rússarannsókninni svonefndu. Forsetinn hefur verið sakaður um að svipta Brennan heimildinni til að hefna sín á honum. Tilkynnt var í gær að Brennan, sem hefur verið gagnrýninn á Trump undanfarið, hefði verið sviptur öryggisheimild sem fyrrverandi háttsettir fulltrúar í ríkisstjórnum hafa notið eftir að þeir láta af störfum. Hvíta húsið taldi til nokkrar ástæður, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Ástæðan sem Trump gaf upp í viðtali við Wall Street Journal í gær var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Hvíta húsið taldi til. „Ég kalla þetta falskar nornaveiðar, þetta er skrípaleikur. Og þetta fólk leiddi þær! Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfti að gera,“ sagði Trump.Here's a separate, more significant story out of Trump's WSJ interview: Trump said, according to WSJ, that he acted against Brennan in part because Brennan was involved in the Russia investigation. https://t.co/kP8ZZWO2oW pic.twitter.com/h7pt0Xy7RN— Daniel Dale (@ddale8) August 16, 2018 Þar virtist forsetinn vísa til fleiri einstaklinga sem blaðafulltrúi Hvíta húsið nefndi að það væri að íhuga að svipta öryggisheimild. Þar á meðal var fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Öll hafa þau verið gagnrýnin á störf forsetans. Brennan sagði í gær að afturköllun öryggisheimildarinnar kæmi ekki til með draga kraft úr gagnrýni hans á forsetann. Varaði hann hins vegar við því að hún væri hluti af stærri herferð Trump til að refsa gagnrýnendum sínum og bæla niður tjáningarfrelsi. „Það ætti að valda öllum Bandaríkjunum alvarlegum áhyggjum, þar á meðal leyniþjónustustarfsmönnum, af kostnaðinum við að tjá sig,“ tísti Brennan. Fyrrverandi embættismenn hafa alla jafna haldið öryggisheimild eftir að þeir láta af störfum til þess að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá um mál sem eru bundin trúnaði.Brennan var sviptur öryggisheimild sinni daginn eftir að hann tísti um að Trump skorti velsæmi og kurteisi eftir að forsetinn kallaði svarta fyrrverandi aðstoðarkonu sína hund.Vísir/GettyMinnir á viðtalið eftir brottrekstur Comey Yfirlýsingar Trump við Wall Street Journal nú um ástæðu þess að Brennan var sviptur heimild sinni minna um nokkuð á þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í fyrra. Opinbera ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri Comey var að hann hefði staðið illa að rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Skömmu síðar sagði Trump hins vegar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á því hvort að forsetaframboð hans hefði átt í samráði við Rússa. Brottrekstur Comey og yfirlýsing Trump í kjölfarið varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipað sérstakan rannsóknara til að stýra Rússarannsókninni, sömu rannsókn og Trump vísar nú til sem ástæðu til að snupra Brennan. Comey er einn þeirra sem Hvíta húsið segist skoða að svipta öryggisheimild. Brennan var skipaður forstjóri CIA í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hann var einn háttsettra leyniþjónustumanna sem kynnti Trump gögn um að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, rétt áður en Trump tók við embætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent