Sky Sports lék sér að því að stilla upp dýrasta liði heims en þá erum við að tala um liðið sem hefði dýrasta leikmanninn í hverri stöðu.
Það lið var einnig borið saman við samskonar lið frá árinu 2016 og þar sést vel hvað þessir fótboltamenn hafa hækkað mikið í verði á nokkrum árum.
WORLD'S MOST-EXPENSIVE XI
We take a look at how transfer spending has rocketed - and why Newcastle are bucking the trend in the Premier League: https://t.co/GCrPVKdeHGpic.twitter.com/o8Bxltgz7G
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2018
Manchester City hefur keypt flesta í þessu liði eða þrjá en þeir eru allir varnarmenn. Paris Saint-Germain hefur keypt tvo af leikmönnum ellefu og lið Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Barcelona, Manchester United og Juventus eiga öll einn leikmann hvert í þessu dýrasta liði heims.
Leikmennir í dýrasta liði heims í dag eru eftirtaldir leikmenn:
Markmaður
Kepa Arrizabalaga (frá Athletic Bilbao til Chelsea) - 71,6 milljónir punda
Vörnin
Kyle Walker (frá Tottenham til Manchester City) - 50 milljónir punda
Virgil van Dijk (frá Southampton til Liverpool) - 75 milljónir punda
Aymeric Laporte (frá Athletic Bilbao til Manchester City) - 57 milljónir punda
Benjamin Mendy (frá Monakó til Manchester City) - 49,2 milljónir punda
Miðjumenn
James Rodríguez (frá Monakó til Real Madrid) - 63 milljónir punda
Paul Pogba (frá Juventus til Manchester United) - 93,2 milljónir punda
Philippe Coutinho (frá Liverpool til Barcelona) - 146 milljónir punda
Sóknarmenn
Neymar (frá Barcelona til Paris Saint-Germain) - 198 milljónir punda
Kylian Mbappé (frá Monakó til Paris Saint-Germain) - 105 milljónir punda
Cristiano Ronaldo (frá Real Madrid til Juventus) - 166 milljónir punda
Þetta lið myndi kosta samtal 1074 milljónir punda eða 14,88 milljarða íslenskra króna