Sainz tekur við stýrinu af Alonso Bragi Þórðarson skrifar 17. ágúst 2018 23:30 Spánverjarnir Alonso og Sainz Vísir/Getty Spænski ökumaðurinn Carlos Sainz hefur skrifað undir samning við McLaren og mun keyra fyrir liðið næstu ár. Hann tekur þá sæti landa síns Fernando Alonso sem tilkynnti á dögunum að hann muni hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið. Sainz er sem stendur á láni hjá Renault frá Red Bull. Þó hefur Spánverjinn aldrei keppt fyrir Red Bull en var í þrjú ár hjá dótturliði þess, Toro Rosso. Fyrr í sumar var tilkynnt að Daniel Ricciardo myndi yfirgefa Red Bull eftir tímabilið og ganga til liðs við Renault. Við það misst Sainz sæti sitt hjá franska framleiðandanum. „Það er algjör heiður að fá að keppa á McLaren bíl, þetta er eitt stærsta liðið í sportinu og flestar hetjur Formúlunnar hafa keppt með liðinu,“ sagði Sainz. Akstur hefur alltaf verið í blóðinu á Carlos Sainz þar sem faðir hans er tvöfaldur heimsmeistari í ralli auk þess að hafa unnið Dakar rallið í tvígang. Formúla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spænski ökumaðurinn Carlos Sainz hefur skrifað undir samning við McLaren og mun keyra fyrir liðið næstu ár. Hann tekur þá sæti landa síns Fernando Alonso sem tilkynnti á dögunum að hann muni hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið. Sainz er sem stendur á láni hjá Renault frá Red Bull. Þó hefur Spánverjinn aldrei keppt fyrir Red Bull en var í þrjú ár hjá dótturliði þess, Toro Rosso. Fyrr í sumar var tilkynnt að Daniel Ricciardo myndi yfirgefa Red Bull eftir tímabilið og ganga til liðs við Renault. Við það misst Sainz sæti sitt hjá franska framleiðandanum. „Það er algjör heiður að fá að keppa á McLaren bíl, þetta er eitt stærsta liðið í sportinu og flestar hetjur Formúlunnar hafa keppt með liðinu,“ sagði Sainz. Akstur hefur alltaf verið í blóðinu á Carlos Sainz þar sem faðir hans er tvöfaldur heimsmeistari í ralli auk þess að hafa unnið Dakar rallið í tvígang.
Formúla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira