Icelandair Group tapaði 2,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 05:59 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair vísir/gva Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Sjá meira
Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Sjá meira
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15