Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2018 14:57 Forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/Getty Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Norðurlönd Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Norðurlönd Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira