Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2018 14:57 Forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/Getty Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Norðurlönd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Norðurlönd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira