Genest fannst látinn á heimili sínu í Montreal í Kanada og talið að hann hafi svipt sig lífi, að því er fram kemur í frétt BBC.
Lady Gaga minnist Genest á samfélagsmiðlum, segir að missirinn sé gríðarlega mikill og að nauðsynlegt sé að opna betur umræðuna um andleg veikindi.
Genest starfaði meðal annars sem fyrirsæta fyrir franska hönnuðinn Thierry Mugler, kom fram í japanska Vogue og var um tíma andlit Rocawear-tískulínu Jay-Z.
The suicide of friend Rick Genest, Zombie Boy is beyond devastating. We have to work harder to change the culture, bring Mental Health to the forefront and erase the stigma that we can't talk about it. If you are suffering, call a friend or family today. We must save each other. pic.twitter.com/THz6x5JlpB
— Lady Gaga (@ladygaga) August 3, 2018