Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hljómsveitin hafði verið að spila á Norður-Spáni og þurfti að taka tvö flug með Vueling til að komast til Íslands. Fyrra flugið gekk vel Verði ljós „Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira