Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hljómsveitin hafði verið að spila á Norður-Spáni og þurfti að taka tvö flug með Vueling til að komast til Íslands. Fyrra flugið gekk vel Verði ljós „Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira