Gullstelpurnar báru kistu Vibeke Skofterud til grafar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 14:00 Vibeke Skofterud með hinum gullstelpunum í boðgönguliði Noregs á ÓL 2010. Vísir/Getty Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul. Þetta var mjög þungur og erfiður dagur fyrir vini og fjölskyldu Vibeke sem misstu þessa ævintýrakonu langt fyrir aldur fram. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mjög ítarlega um jarðarförina og öll norska þjóðin er í sárum eftir þetta hræðilega slys. Vibeke Skofterud týndist eftir að hafa verið að leika sér á jetski nálægt Arendal en lík hennar fannst ekki fyrr en daginn eftir. Fjórar af sigursælustu skíðagöngukonum Noregs báru kistu Vibeke til grafar en það voru þær Marit Bjørgen, Therese Johaug, Kristin Størmer Steira og Ingvild Flugstad Østberg. Að auki voru kistuberar bróðir Vibeke, Tormod og faðir hennar Karsten. Bjørgen, Johaug og Størmer Steira voru liðsfélagar Skofterud á ÓL í Vancouver 2010 þegar þær unnu saman Ólympíugull í boðgöngu. Þær endurtóku svo leikinn á HM ári síðar. Marit Bjørgen hefur unnið 15 verðlaun og 8 gull á Ólympíuleikum og er sú sigursælasta í sögu Vetrarólympíuleikanna. Marit Stenshorne, kærasta Vibeke, hélt mjög hjartnæma ræðu við athöfnina þar sem hún gat ekki haldið aftur tárunum. Vibeke Skofterud var mjög vinsæl í Noregi enda mjög líflegur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á allt hvar sem hún kom. Hún var líka mjög góður liðfélagi og vinsæl meðal norsku þjóðarinnar. Það hefur sést vel á viðbrögðunum við fráfalli hennar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar norsku gullstelpurnar kvöddu sinn gamla liðsfélaga. Andlát Ólympíuleikar Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul. Þetta var mjög þungur og erfiður dagur fyrir vini og fjölskyldu Vibeke sem misstu þessa ævintýrakonu langt fyrir aldur fram. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mjög ítarlega um jarðarförina og öll norska þjóðin er í sárum eftir þetta hræðilega slys. Vibeke Skofterud týndist eftir að hafa verið að leika sér á jetski nálægt Arendal en lík hennar fannst ekki fyrr en daginn eftir. Fjórar af sigursælustu skíðagöngukonum Noregs báru kistu Vibeke til grafar en það voru þær Marit Bjørgen, Therese Johaug, Kristin Størmer Steira og Ingvild Flugstad Østberg. Að auki voru kistuberar bróðir Vibeke, Tormod og faðir hennar Karsten. Bjørgen, Johaug og Størmer Steira voru liðsfélagar Skofterud á ÓL í Vancouver 2010 þegar þær unnu saman Ólympíugull í boðgöngu. Þær endurtóku svo leikinn á HM ári síðar. Marit Bjørgen hefur unnið 15 verðlaun og 8 gull á Ólympíuleikum og er sú sigursælasta í sögu Vetrarólympíuleikanna. Marit Stenshorne, kærasta Vibeke, hélt mjög hjartnæma ræðu við athöfnina þar sem hún gat ekki haldið aftur tárunum. Vibeke Skofterud var mjög vinsæl í Noregi enda mjög líflegur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á allt hvar sem hún kom. Hún var líka mjög góður liðfélagi og vinsæl meðal norsku þjóðarinnar. Það hefur sést vel á viðbrögðunum við fráfalli hennar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar norsku gullstelpurnar kvöddu sinn gamla liðsfélaga.
Andlát Ólympíuleikar Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira