Hið stjórnlausa kerfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar