Stærsta skuldbinding Landsbankans hækkaði um 16 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Landsbankinn segir lausafjárstöðu bankans áfram sterka. Fréttablaðið/Stefán Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00
Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent